Tók saman smá pistil um kortagerðina, sjá hér efst undir „Um Ískort“
Sem dæmi.
Með frekari úrvinnslu í á hæðarlíkani, er hægt að kalla fram hættusvæði á vélrænan máta, þar sem yfirborðshalli ákveður styrk fyrst guls og svo rauðs litar. Rauðu svæðin eru því mjög hættuleg, og þau gulu varasöm. Kort sem þetta auðveldar gríðarlega ákvörðun um leiðarval og mat á aðstæðum.
Síðastliðið haust hóf ég mikla söfnum á gönguleiðum. Hef meðal annars fengið senda ferla frá félögum mínum í Hjálparsveit Skáta Reykjavík, ásamt því að ótal gönguleiðir hef ég tekið saman af netinu, eldri kortum bókum sem ég hef gluggað í gegnum.
Til gamans er hér yfirlitskort, en á því sjást net gönguleiða sem komin eru í safnið, en þegar þetta er skrifað eru þær orðnar 1025 talsins.
t.d bara í Esju eru þessar leiðir komnar.
Þessar vikurnar er ég að útbúa landakort fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands. Kortin eru sérútbúin með þarfir þeirra í huga, þar sem raflínur og möstur eru mjög áberandi á kortinu. Yfirlitskortin spanna frá Grænlandi til Írlands, með landhelgislínum og dýptargrunni frá Sjómælingum. (LHG)
Hér er sýnishorn þar sem raflínur sjást greinilega, og eru aðgreindar eftir hæð þeirra. –
Ískort er nafn á kortaverkefni fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
Vefsíðan er hugsuð sem upplýsinga og auglýsingasíða fyrir þau kort sem Ískort gera aðgengileg í gegnum hugbúnaðinn PDF-Maps. Einnig verða hér fréttir af sérverkefnum í kortagerð, sýnishorn og aðrar upplsýingar um kortagerðina.
Vefsíðan er í smíðum, þangað til, – þá eru meiri upplýsingar á
www.icelandicmaps.com
Kortin sem ég útbý til sölu hjá PDF-Maps eru aðgengileg í gegnum PDF Maps hugbúnaðinn fyrir Android og Apple iOS spjaldtölvur og síma. Hægt er að kaupa kortin á vefsíðu PDF Maps eða beint í gegnum hugbúnaðinn.
Sérhæfð landakortagerð og landakort fyrir spjaldtölvur og snjallsíma