Ískort 2017 Útgáfa
Ný gögn unnin af Iskort.is
- Gróðurþekja
Ný gróðurþekja unnin upp úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá 2015-2016 Uppfærð útgáfa frá Iskort 2016 unnin í kvarða 1:25.000.
- Litakort
Nýtt litakort unnið upp úr nýjum gögnum. Litaval yfirfarið og breytt lítillega frá síðustu útgáfu.
- Hæðarlíkan
Nýtt hæðarlíkan unnið úr nýjum gögnum frá Landmælingum íslands ásamt hæðarlíkönum úr drónaflugi á nokkrum stöðum á landinu.
- Hæðarskygging
Ný hæðar og hallaskygging útbúin til að endurspegla betur þrívídd í landslagi unnið upp úr nýju hæðarlíkani. Lítilsháttar breytingar á formi hallaskygingar.
- Örnefni
Örnefnalag endurunnið með nýjum gögnum frá LMÍ. Mikil fjölgun á sýnilegum örnefnum í kvörðum 1:100.000, 1:50.000 og 1:25.000.
- Samgöngur
Pattersson flugvöllur plön og vegir í kring teiknaðir upp. Vegnúmer á vegum útbúið með skiltum sambærilegum og Vegagerðin notar. Viðvörunar og upplýsingaskilti frá Vegagerðinni útbúin og staðsett í samræmi við skilti og staðsetingar frá Vegagerðin.
Gögn frá Landmælingum Íslands – LMÍ IS 50V.
- LMÍ IS 50V Hæðargögn
Landmælingar Íslands hafa unnið nýtt landhæðarlíkan af Íslandi. Um uppfærslu á eldra líkani er að ræða þar sem nýleg gögn þekja um 39.100 km2 eða um 38% landsins. Stærsta samfellda uppfærslan nær frá Suðurlandi til norðausturs, austur fyrir Egilsstaði. Hæðarlíkanið hefur 10 x 10 m myndeiningar. Helsu nýleg gögn eru (sjá staðsetningu á meðfylgjandi smámynd hér að neaðn): 1) Lidargögn fyrir jökla landsins frá árunum 2007-2012, 15144 km2, LE90: 2,65 m. 2) Gögn unnin úr 5-m-hæðarlínum, 10736 km2, LE90: 3,9 m. 3) Emisar radargögn, 4536 km2, LE90: 3,2 m. 4) Gögn unnin úr 10-m-hæðarlínum, 2938 km2, LE90: 8,48 m, 5) SwedeSurvey photogrammetry gögn, 1433 km2, LE90: 2,60 m, 6) Gögn úr mælikvarða 1:25.000, 1152 km2, LE90: 3,8 m, 7) Bresk lidargögn (Dr. Susan Conway, Open University), 532 km2, LE90: 0,96-4,63 m.
- LMÍ IS 50V Samgöngur
Útgáfa 24.12.2016: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu.Nýjum vegum frá Vegagerðinni hefur verið bætt við sem og leiðréttingar hafa verið gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum.
Útgáfa 17.06.2016: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni hefur verið bætt við sem og leiðréttingar hafa verið gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum.
- LMÍ IS 50V Mannvirki
Útgáfa 24.12.2016: Talsverðar breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu voru gerðar smávæginlegar breytingar.
Útgáfa 17.6.2016: Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Réttir sem voru í punktalaginu voru færðar yfir í punktalagið í örnefnunum. Nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni eru komnar í flákalagið.
- LMÍ IS 50V Örnefni
Útgáfa 24.12.2016: Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Dalabyggð, Skagabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð, Flóahreppi, Súgandafirði og á Breiðafirði.
Útgáfa 17.06.2016: Örnefni voru skráð í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Dalabyggð, Strandabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Norðurþingi,
Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð og Flóahreppi.
Einnig var áfram unnið í að breyta línum í fláka við ströndina á Vesturlandi.