Nytjaleyfissamningur

Nytjaleyfissamningur um kort Iskort.is

1. Skilgreiningar

Marteinn S. Sigurðsson er eigandi „Ískort.is“ og er í leyfissamningi þessum tilgreindur sem „Eigandi“

Kortasafnið eru unnið upp úr landupplýsingagrunni í eigu Landmælinga Íslands – IS-50V, LiDAR mælingum af jöklum frá Veðurstofu Íslands og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og öðrum gögnum.

Kortasafnið er unnið til notkunar í hugbúnaðinum PDF-Maps. Sérhæfð kortagerð er einnig fáanleg fyrir önnur kerfi.

Landmælingar Íslands, Veðurstofa Íslands og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands eru eigendur og rétthafar þeirra gagna sem eru frá þeim komin.

PDF Maps hugbúnaðurinn er fáanlegur fyrir Apple iOS síma og spjaldtölvur, ásamt Google Android símum og spjaldtölvum.

Notandi, er sá sem setur inn kort frá Iskort.is , og er í leyfissamningi þessum tilgreindur sem „Notandi“

2. Veiting notkunarleyfis

Með samþykki á notendaskilmálum þessum, veitir eigandi notanda rétt til þess að nota kortasafnið í Apple iOS og Google Android símum eða spjaldtölvum, nema annað sé tilgreint sérstaklega í viðauka eða reikning til viðkomandi notanda.

Leyfið breytir ekki höfundarréttindum eða öðrum réttindum eiganda og annarra rétthafa á meðfylgjandi kortum.

Notandi skuldbindur sig til að tryggja að kortasafnið komist ekki í hendur þriðja aðila, og eða gerir sér fé úr notkun þess eða endursölu.

Kortasafnið er eingöngu ætlað til notkunar af notanda þeim sem kaupir kortin í gegnum vefverslun PDF Maps, nema annað sé tilgreint sérstaklega í viðauka eða reikning til viðkomandi notanda.

3. Höfundarréttur

Kortasafnið er háð höfundarrétti samkvæmt lögum nr. 73/1972. Eigandi er handhafi höfundarréttar og annarra réttinda á sviði hugverka og auðkennarréttar, sem kortasafnið kann að vera háð.

Landmælingar Íslands, Veðurstofa Íslands og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands eru eigendur og rétthafar þeirra gagna sem eru frá þeim komin.

4. Ábyrgð

Eigandi er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgur fyrir óbeinu tjóni sem kann að hljótast af notkun kortasafnsins eða því að ekki er af einhverjum ástæðum unnt að nota kortasafnið, þar með talið, en ekki eingöngu, tjón vegna rekstrartaps, afnotamissis eða útlagðs kostnaðar. Eigandi ber enga ábyrgð á tjóni vegna villna sem kunna að leynast í kortagrunninum eða vegna vöntunar eða skekkjum í gögnum í safninu

Bótafjárhæð vegna beins tjóns getur að hámarki numið söluandvirði hlutaðeigandi eintaks kortasafnsins

Notandi samþykkir að nota kortasafnið til viðmiðunar og á eigin ábyrgð.

5. Fyrirvarar

Slóðar og vegir geta verið varasamir, lokaðir eða ófærir.

Slóðar og vegir í kortagrunninum geta verið í einkaeigu og umferð um þá háð leyfi landeiganda.

Hæðarlíkan af Langjökli, og norðvesturhluti Vatnajökuls eru ekki jafn nákvæmir og aðrir jöklar.

Þrep í hæðarlíkani eru sjáanleg í Langjökli og vesturhluta Vatnajökuls af þessum ástæðum.

6. Gildistími samnings

Með samþykki skilmála þessa undirgengst notandi að uppfylla öll skilyrði nytjaleyfissamningsins. Rísi mál vegna samningsins skal það rekið fyrir Hérðaðsdómi Reykjavíkur

Með samþykki og áframhaldandi uppsetningu á kortagrunninum er nytjaleyfissamningur þessi samþykkur af notanda.

Upplýsingar

Kortagerð / Mapmaker : Marteinn S. Sigurðsson – info@iskort.is

Útgefandi/Publisher: Marteinn S. Sigurdsson

Grunnkort/Basemap: IS-50V – Landmælingar Íslands

Hæðarlíkan Jökla / Glacial mapping: Veðurstofa Íslands og Raunvísindastofnun HÍ

© Landmælingar Íslands V201306022

© Marteinn S. Sigurðsson – www.iskort.is

Allur Réttur Áskilinn, All Rights Reserved

Notist til viðmiðunar á eigin ábyrgð

Use as a guide, at your own responsability

 

Upplýsingar varðandi LIDAR gögn af jöklum, fengin frá Veðurstofu Íslands og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Financial support for lidar mapping of glaciers in Iceland has been provided

by the Icelandic Research Fund (Rannís), the Landsvirkjun (the National

Power Company of Iceland) Research Fund, the Icelandic Road Administration,

the Reykjavík Energy Environmental and Energy Research Fund, the National

Land Survey of Iceland, the Vatnajökull National Park, Friends of Vatnajökull

and the Klima- og Luft­gruppen (KoL) research fund of the Nordic Council of

Ministers. IMO has also given additional support to co-fund the campaigns

Copyright

Icelandic Meteorological Office and Institute of Earth Sciences,

University of Iceland. 2013. DEMs of Icelandic glaciers (data set).