2014 útgáfur af kortum Ískort

Núna eru 2014 útgáfur af kortum Ískort  komin í sölu í gegnum hugbúnaðinn PDF-Maps, en hann er fáanlegur í Android og Apple iOS snjalltæki.

Kortin eru í skölum 1:750.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000 og 1:50.000 kort, sem er nú í fyrsta skipti í íslandssögunni sem heilstætt kortasafn af öllu landinu í skalanum 1:50.000 er gefið út til almennings.

Öll kortin eru einnig komin í kortasjánna hér á síðunni, en þar er hægt að skoða kortin í fullri upplausn án endurgjalds.

Helstu breytingar frá fyrri útgáfu.

Uppfærð grunngögn frá Landmælingum ísland, IS-50V, uppfærsla sem var gefin út 23.Desember 2013
í þeirri útgáfu er helst: Uppfært hæðarlíkan, vatnafar, mannvirkki, örnefni , samgögngur og strandlína.

Til viðbótar við uppfærð gögn frá Landmælingum Íslands, er nýtt viðamikið gönguleiðalag. Í þeim grunni, sem er unnin af Ískort eru 1045 gönguleiðir vítt og breitt um landið.
Grunngögn gönguleiðalags er mikið til fengið úr ferlasafni ýmissa björgunarsveitarmanna, ásamt því að gönguleiðir voru hnitaðar upp eftir ferlum og leiðum sem safnað var saman og yfirfarðar af ýmsum ferlasíðum.

Útfærsla á örnefnum var unnin upp á nýtt og eru mun fleiri örnefni á kortunum en áður og forgangur þeirra eftir tegund var endurskoðaður.
Vegflokkanir voru endurskoðaðir og skýrari aðgreining gerð á milli vegtegunda

Gönguleiðir
Gönguleiðir

Kíkið á kortasjánna til að skoða.

 

Blaðskipting 1:100.000 korta

Blaðskipting 1:100.000       100k-Bladskipting-2

1. Vestfirðir, 2. Norðurland, 3. Langanes, 4. Hálendið Austur, 5. Suðausturland, 6. Suðvesturland, 7. Vesturland, 8. Norðvesturland, 9. Hálendið Vestur, 10. Fjallabak, 11. Norðausturland, 12. Austurland

Blaðskipting 1:50.000 korta

50k-skipting-5       50k-skipting-4  
1.Skagafjörður, 2. Melrakkaslétta, 3. Möðrudalsöræfi, 4. Borgarfjörður, 5. Nýidalur, 6. Snæfell, 7. Suðurland, 8. Laki, 9. Ísafjarðardjúp, 10. Hólmavík, 11. Öxarfjörður, 12. Langanes, 13. Mývatn, 14. Héraðsflói,15. Snæfellsnes, 16. Langjökull, 17. Askja, 18. Djúpivogur, 19. Reykjanes, 20. Landmannalaugar, 21. Skaftafell

50k-skipting-3       50k-skipting-2

22. Hornstrandir, 23. Patreksfjörður, 24. Skagaheiði, 25. Húsavík, 26. Vopnafjörður, 27. Búðardalur, 28. Kjölur, 29. Ódáðahraun, 30 Austfirðir, 31. Hvalfjörður, 32. Veiðivötn, 33. Kverkfjöll, 34. Hvolsvöllur 35. Strandir, 36. Eyjafjörður, 37. Haugsöræfi, 38. Hrútafjörður, 39. Laugafell, 40. Jökuldalur, 41. Haukadalur, 42. Grímsvötn, 43. Hornafjörður, 44. Kirkjubæjarklaustur

50k-skipting-1

45. Breiðafjörður, 46. Eyjafjarðarsveit, 47. Kerlingafjöll, 48. Breiðamerkurjökull, 49. Mýrdalsjökull

 

Upplýsingar um kortagerðina

Tók saman smá pistil um kortagerðina, sjá hér efst undir „Um Ískort

Sem dæmi.

lidar-3

Með frekari úrvinnslu í á hæðarlíkani, er hægt að kalla fram hættusvæði á vélrænan máta, þar sem yfirborðshalli ákveður styrk fyrst guls og svo rauðs litar.  Rauðu svæðin eru því mjög hættuleg, og þau gulu varasöm.  Kort sem þetta auðveldar gríðarlega ákvörðun um leiðarval og mat á aðstæðum.

Safn Gönguleiða

Síðastliðið haust hóf ég mikla söfnum á gönguleiðum. Hef meðal annars fengið senda ferla frá félögum mínum í Hjálparsveit Skáta Reykjavík, ásamt því að ótal gönguleiðir hef ég tekið saman af netinu, eldri kortum bókum sem ég hef gluggað í gegnum.

gognuleidir

Til gamans er hér yfirlitskort, en á því sjást net gönguleiða sem komin eru í safnið, en þegar þetta er skrifað eru þær orðnar 1025 talsins.

t.d bara í Esju eru þessar leiðir komnar.ejsa

Kortaverkefni í vinnslu

Þessar vikurnar er ég að útbúa landakort fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands. Kortin eru sérútbúin með þarfir þeirra í huga, þar sem raflínur og möstur eru mjög áberandi á kortinu. Yfirlitskortin spanna frá Grænlandi til Írlands, með landhelgislínum og dýptargrunni frá Sjómælingum. (LHG)

Hér er sýnishorn þar sem raflínur sjást greinilega, og eru aðgreindar eftir hæð þeirra. –
synishorn

Velkomin á nýja vefsíðu Ískort

Ískort er nafn á kortaverkefni fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Vefsíðan er hugsuð sem upplýsinga og auglýsingasíða fyrir þau kort sem Ískort gera aðgengileg í gegnum hugbúnaðinn PDF-Maps. Einnig verða hér fréttir af sérverkefnum í kortagerð, sýnishorn og aðrar upplsýingar um kortagerðina.

Vefsíðan er í smíðum, þangað til, – þá eru meiri upplýsingar á
www.icelandicmaps.com
Kortin sem ég útbý til sölu hjá PDF-Maps eru aðgengileg í gegnum PDF Maps hugbúnaðinn fyrir Android og Apple iOS spjaldtölvur og síma. Hægt er að kaupa kortin á vefsíðu PDF Maps eða beint í gegnum hugbúnaðinn.