Viðskiptavinir Ískort.is eru allt frá einstaklingum til fyrirtækja og stofnana. Þar má helst nefna.
- Slysavarnarfélagið Landsbjörg. – Kort frá Ískort.is eru notuð af björgunarsveitum um allt land. Bæði í stjórnstöðvum og í farartækjum. – Útbúin var sérstök útgáfa fyrir Landsbjörg.
- Landhelgisgæsla Íslands. – Kort frá Ískort eru notuð um borð í björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar. Útbúin var sérstök útgáfa fyrir Landhelgisgæsluna.
- Aurora-Arktika. Skútusiglingafyrirtæki sem siglir frá Ísafirði. Útbúin voru kort af Grænlandströndum, Jan Mayen og Svalbarða.
- Air Greenland. Flugfélag sem flýgur á milli Íslands og Grænlands.
- OMM Iceland. Orginal Mountain Marathon – Breskur aðili sem skipuleggur víðavangshlaup vítt og breitt um ísland
- Augnablik ehf. Sjónvarpsþáttagerð. Kort frá Ískort.is eru notuð t.d við gerð þáttanna Ferðastiklur á RÚV
Ásamt fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa keypt kort gegnum hugbúnaðinn PDF-Maps.